0
Hlutir Magn Verð
Skátarnir hafa selt Sígræna jólatréð síðan 1993 í fjáröflunarskyni. Jólatrén eru sérlega vönduð, með 10 ára ábyrgð og þykja virkilega falleg. Trén eru úr eldtefjandi efnum, og þar sem þau eru ekki lifandi eru þau ekki ofnæmisvaldandi og ekki þarf að vökva. Auk þess er hægt að setja tréð upp mun fyrr heldur en annars því Sígræna jólatréð fellir ekki barrið.
Við höfum bætt verulega í vöruúrvalið og erum núna með 5 tegundir trjáa í allt að 12 stærðum.
NORSK FURA Norsk fura er tréð sem við höfum selt frá upphafi, falleg og endingargóð tré sem eiga alltaf við. Færst í 12 stærðum frá 60cm upp í 5 metra. Norska furan er með 10 ára ábyrgð. Uppsetningin á þessum trjám er mjög einföld, stofninn settur í fótinn og greinarnar eru litamerktar og samsvarandi litur er merktur á stofninn.
SCANDIA GREEN LED Scandia Green LED er með samskonar greinar og norska furan en þéttari, það eru fleiri greinar á trjánum. Trén eru með innbyggða hvíta LED seríu. Uppsetning er einföld, trén koma í tveim til fjórum hlutum, greinarnar eru fastar við stofninn og leggjast upp með honum í geymslu. Serían er svo tengd saman á milli hluta. Tréð er með 10 ára ábyrgð og 3 ára ábyrgð er á ljósunum. Scandia Green fæst í sex stærðum frá 120cm upp í 260cm.
DIAMOND BURLAP Diamond Burlap er borðtré með ljósum, frágangurinn er einstaklega fallegur með striga utan um fótinn. Tré sem sómir sér vel hvar sem er. Tréð er með 10 ára ábyrgð og 3 ára ábyrgð er á ljósunum. Fæst í 60cm og 90cm.
SLIM - MJÓ TRÉ Mjóu trén okkar byrjuðum við að selja árið 2019. Þau eru með minna þvermál og passa því betur þar sem gólfpláss er af skornum skammti, og gerir fjölkyldum kleift að vera með stórt tré án þess að það taki alla stofuna.
SLIM SHERWOOD GREEN Greinarnar á Sherwood Green trjánum eru tvenns konar, fremst eru greinar sem eru afsteypa af ekta greinum, innar eru svo hefðbundnari greinar til uppfyllingar. Trén eru mjög raunveruleg og fást með eða án LED seríu í þremur stærðum: 155cm, 185cm og 215cm. Tréð er með 10 ára ábyrgð og 3 ára ábyrgð er á ljósunum.
SLIM FOREST FROSTED LED Forest Frosted er með hvítar doppur fremst á barrinu, það gefur trjánum sérstakt útlit og ljóma án þess að vera áberandi. Þessi tré fást eingöngu með ljósum og koma í þremur stærðum: 155cm, 185cm og 215cm. Tréð er með 10 ára ábyrgð og 3 ára ábyrgð er á ljósunum.
JÓLASKÓGURINN Þegar nær dregur jólum opnum við Jólaskóginn okkar þar sem hægt er að koma og skoða trén. Við erum staðsett í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 2. hæð, inngangurinn er vestan megin á húsinu. Einnig er hægt að skoða úrvalið og panta í netverslun okkar www.sigraena.is.
OPNUNARTÍMI
Mánudaga - Föstudaga 9:00 - 18:00
Laugardaga og Sunnudaga 13:00 - 17:00